föstudagur, október 22, 2004

Aftur helgi

Vá aftur er hann helgi kominn hingað, er hann svona oft hjá ykkur líka! og ég hef bara ekki skrifað í marga daga, jeminn. Nema hvað ég hafði svo mikið að gera á miðvikudaginn að fara til Reykjavíkur eða réttara sagt Álftanesið að ég fór bara 2var þangað sama daginn. Við ákváðum nefninlega að hittast 3 "gamlar" gellur, þá meina ég ekki gamlar í merkingunni aldur heldur erum við búnar að vera vinkonur með hléum alveg síðan á Húnavöllum en það er nú ekkert svo ýkja langt síðan það var eða þannig. Með hléum á ég við að við verðum ekki óvinkonur inn á milli heldur hittumst við með mislöngu/stuttu millibili. Þetta var alveg mjög svo notaleg stund og verð ég að koma þarna í björtu því húsfrúin á Álftanesinu er svo annáluð fyrir blómarækt sína að hún kemst bara í öll blöð á suðurnesjum og um daginn fékk heimilið umhverfisverðlaun bæjarins. Geri nú aðrir betur.

Nú daginn eftir var ég svo ofboðslega þreytt því það var víst komið langt fram yfir minn venjubundna háttatíma (sem er 22.00) þegar ég kom heim á miðvikudagskvöldið að ég bara meikaði ekki að hugsa um neitt, nema hjálpa Helgu með eins og eitt bókfærsluverkefni svona pínulítið og setja upp slatta af gardínum. Í gær gerði ég bara ekki neitt, nema að vera heima auðvitað og kenna einn tíma.

En merkilegt nokk hér fylltist húsið af strákum bæði í gær og fyrradag eða sko það komu 2 vinir Sigurgeirs og það er eitthvað sem ég hef ekki átt að venjast síðan ég flutti hingað. Sigurgeir er nefninlega allt í einu dottinn í gírinn með að biðja strákana að koma HEIM til sín en ekki fara eitthvað sem er bara í góðu lagi. Ætli hann sé orðinn leiður á að hanga einn heima með mömmu sinni allan daginn eða búinn að uppgötva að það er verkfall og hann hittir enga krakka allan daginn. Talandi um verkfall, nei annars hætti við, mér hættir við að blóta svolítið svo ég ætla ekki að tala um þetta h....... verkfall, að þetta skuli líðast árið 2004. Já talandi um strákana, þeir eru flottir og spurðu svo í kaffitímanum hvort ég ætti ekki snúða, fengu snúða í afmælinu hans Sigurgeirs, þeir væru svo rosalega góðir, nei þá átti ég nú ekki lengur því það var búið að borða allt sem ég hafði bakað á afmælinu hans Sigurgeirs og ég bara hef ekki nennt að baka síðan. Ég hef nú alveg haft tímann en bara fundið mér eitthvað annað að gera t.d. fara í tölvuna, hmmmm.

Svo ætli maður baki ekki bara snúða í dag.

Já og meðan ég man þá var víst jarðskjálfti hérna í gær og ég hélt að það hefði bara verið þvottavélin sem væri orðin vitlaus. Ég sat nú bara í sófanum og var að lesa blað og allt í einu heyrðust smá skruðningar eins og ef maður setur of mikið í þvottavélina og hún fer af stað eða að STÓR vörubíll keyrir framhjá og ég hugsaði hmm ég var nú búin að taka úr þvottavélinni þetta hlýtur að hafa verið jarðskjálfti og spáði svo ekki meira í það fyrr en ég spurði nemanda minn um 4 leytið hvort það hefði komið jarðskjálfti. Jájá nokkuð snarpur víst en mér fannst þetta nú ekkert voðalegt en vona nú að það komi ekki snarpari svo allur "kristallinn" minn detti ekki úr nýju hillusamstæðunni!!!

Selma