þriðjudagur, október 12, 2004

Bloggið virkar

Ég verð að segja það að þetta svínvirkar, nú þarf ég aldrei að hringja í neinn, fara neitt eða senda mail til að segja fréttir af mér og mínum því þetta lesa bara allir, held ég eða þannig.
Já já Harpa mín þetta er miklu flottara og svo er allt hitt bara eftir, nógur tími, alveg að koma jól og jólapróf og svoleiðis það er svo gaman.

Nema hvað það gerðist nú ekkert í dag nema að Sigurgeir fór að heiman, vá maður, segi ég nú bara því það hefur ekki gerst síðan hann heimsótti Benna í bústað og þá ætlaði hann að gista eina nótt en var alveg fjórar, á þriðja degi kom hann og náði í tannburstann því það var ekki hægt að vera tannburstalaus í marga daga. Hann, sem sagt, fór til vinar síns og var alveg heila 4 tíma. Ég var svo andlaus á meðan að ég skúraði bara allt draslið. Miðið er það nú leiðinlegt jobb og ótrúlegt að það sé ekki búið að finna upp eitthvað sem gerir þetta fyrir mann, það er kannski búið en ég hef bara ekki séð það. Hér með auglýst eftir þeim sem vita um slík tæki.

Já sem sagt rigning og aftur rigning hér, ég held ég sé búin að fá meiri rigningu síðan ég flutti hingað heldur en allan tímann sem ég átti heima í Hún. Svo maður fer auðvitað ekki út fyrir hússins dyr, slepptum klettaklifrinu í dag, fór að kenna aldrei þessu vant og já Sigurgeir var ekki heima.

Selma