fimmtudagur, október 14, 2004

Ekki rigning

Ótrúlegt en satt en það er ekki rigning hérna núna, kannski rignir ekki alla daga hérna á haustin.

Jæja ég bloggaði nú ekki gær þar sem vannst bara alls enginn tími til þess. Ákváðum að skreppa til höfuðborgarinnar í gær eftir hádegi og af því það er svo gott að koma á Álftanesið þá fórum við þangað til Jóhönnu mágkonu minnar, sorry Ella við komum greinilega ekki til þín, en næst! Maður fær líka pottþétt köku með kaffinu þar því Jóhanna er snillingur að baka og mér finnst alveg voðalega gott að komast í kökur stundum, ekki nenni ég að baka þær og ef svo er þá fara þær í frystikistuna og eru þar bara þangað til ég hendi þeim. Ekki það að ég hafi bara heimsótt hana til að fá köku, langaði bara að fara til hennar.
Nú heim þurfti ég að vera komin kl 17 því þá þurfti ég að kenna og hann Ragnar kom að passa. Ég nefninlega auglýsti eftir barnapíum í haust einhvern tíman og var lengi að velta fyrir mér hvort ég ætti að auglýsa eftir strák eða stelpu en það fór svo að ég skrifaði: óska eftir stelpu til að passa svona endrum og eins. Nema hvað sá fyrsti sem hringdi var Ragnar og næsti var Eva Dögg þannig að ég réði þau bara bæði og það er bara fínt.

Nú svo fór ég aftur kenna kl. 9 í gærkvöldi, lenti í kaffi hjá foreldrum drengsins og var bara ekki komin heim fyrr en seint og síðir, virkilega gaman. Svo MIKIÐ að gera hjá mér.

Svo er nú það, verð að tala við Hörpu um að setja inn myndir, hún var auðvitað búin að sýna mér þetta og ég búin að gleyma og hef EKKI gaman að fikta mig áfram og miklu fljótlegra er að tala við hana þá geri ég það bara og vonandi kemur mynd af MÉR fljótlega og alls engum örðum fjölskyldumeðlimum.

Selma