laugardagur, október 16, 2004

þrír mánuðir

Jæja vitiði hvað, ég uppgötvaði það í gær að ég eða við erum búin að vera hér í þrjá mánuði og ég segi nú bara VÁ. Ég er búin að komast að mörgu á þessum þrem mánuðum en ég nenni ekki að telja það upp hér, nema ég verð að segja ykkur að ég gerði verðkönnun í fyrsta skipti á ævinni, því þess þurfti maður ekki fyrir norðan, maður verslaði bara við Húnakaup og þá var maður ekkert að spá í það hvað hlutirinr kostuðu. En ég gerði þessa líka furðu uppgötvun um daginn þegar ég gáði að því hvað 1 lítri af mjólk kostaði hérna á suðurlandinu og jú það munar heilum 16 krónum á dýrasta og ódýrasta. Hann er dýrastur á Selfossi í búðinni við hliðina á mjólkurstöðinni þar sem hann er settur í fernuna. Hann kostar heilar 89 kr. í Nóatúni á Selfossi, BARA 73 í Bónus auðvitað - ég fer alltaf þangað til að styðja þá kalla greyin og 79 í Hverakaup, finnst ykkur þetta ekki hallærislegt.

Annars er nú lítið títt, það var ekki rigning í gær og í morgun var alveg geggjað haustveður og ég fór að kenna og vá við vorum vissar um að það yrði alveg frábært veður í dag en nei það rigndi. Ég fór til R. og sukkaði peningum út og suður. Maður þarf nú ekki annað en að stíga út úr bílnum þá fjúka peningar í allar áttir þ.e. þessir á kortinu, ekki eins og maður gangi með seðla á sér lengur. Vantaði nokkurn slatta af gardínum og hillum af ýmsum gerðum og ýmislegt annað auðvitað. Ætla að setja upp hillu hérna fyrir framan tölvuna og setja þar mynd af okkur saumó því við erum svo gekkt flottar á henni. Ég er alveg búin að láta prenta hana út, stækkaða auðvitað. Nú þetta gekk allt vel - kom heim með fullan bíl af drasli og tóm kort en passaði mig auðvitað á að koma ekki heim fyrr en um kvöldmat og þá var maturinn bara tilbúinn á borðinu, þeir klikka ekki karlarnir á heimilinu!

Ég sá að sumarfríin eru búin og fólk er greinilega hætt að fara út á land um helgar í sumarbústaðina eða með fellihýsin, húsbílana eða hvað þetta heitir nú allt saman því það var sama hvar ég kom alls staðar var gjörsamlega sneisafullt af fólki. Maður getur orðið alveg ær yfir þessu, maður olnbogar sig áfram bæði á bílastæðunum og í búðunum, skildu allir hafa verið í sömu erindagjörðum og ég?? Ég sé það í hendi mér að ég á auðvitað að fara á mánudegi þegar allir eru í vinnunni en þá þarf ég að drösla strákunum með mér og það er eitt af því sem mér finnst alveg ömurlegt að bjóða þeim uppá þannig að ég reyni sem mest að sleppa við það. Það gerist nú samt stundum.

En meir síðar.
Selma