fimmtudagur, október 28, 2004

Tæland og aftur Tæland

Guess what, aftur fór hann til Tælands, hvað er þetta eiginlega við Tæland sem er meira spennandi en Hveragerði...... þar er alltof heitt, alltof mikið af pöddum, alltof mikið af hrísgrjónum og pöddum sem detta ofaní matardiskinn, alltof mikið af ódýrum vörum og svo mætti lengi telja! og við hér hmmm ??

Á mánudaginn vissi Beggi sem sagt að hann var að fara til Tælands í gær, ekki par hrifinn en fór nú samt. Á flugmiðanum stendur að heimkoma sé 7. nóv en ég veit nú betur og segi + 10 þannig að hann kemur heim ca 17. nóv. Allt í lagi með það svo framarlega að hann komi fyrir jól eða áður en við förum til Kanarí. Þannig að við keyrðum hann til Keflavíkur og fórum svo aðeins í kaffi til mömmu, í kleinurnar!

Heyriði það er bara enginn tími til að baka þessa dagana, eða réttara sagt maður bara nennir því alls ekki og dagurinn í dag fer í að spá í veðrið, það nefninlega snjóaði hérna í nótt og einhver sem var búinn að segja mér að það snjóaði aldrei á suðurlandi eða allavega ekki fyrir jól og svo bara er rosalegt föl hér núna og ég verð að fara með bílinn á ný dekk svo maður dansi nú ekki hérna um göturnar, kannski þetta verði nú bara farið þegar bíllinn er kominn á dekkinn, örugglega.

jamm og jæja..... best að reyna að klára þetta verkefni í Photoshop ég er nú að reyna að klambra því saman og þarf að skila því um helgina.

Selma