mánudagur, desember 20, 2004

Þá er komið að því

Vá það er bara komið að því, flug á morgun. Mikið rosalega er tíminn fljótur að líða. Ég held við höfum keypt ferðina í júlí og svo er þetta bara runnið upp.

Sem sagt allt tilbúið, búin að koma jólapökkunum á sinn stað, fara með kortin í póst, koma hundunum fyrir hjá MJÖG GÓÐU FÓLKI og pakka niður. Er þá ekki bara allt tilbúið.

Við verðum á Club Sunshine Apt sem er bara vonandi fínt, þið getið séð það á sumarferðir.is þar er hægt að sjá videó af því. Nú svo ef vel gengur að losna við kallana til að fara í tölvuna þá sendi ég kannski línu úr sólinni. Adlrei að vita.

Selma