mánudagur, desember 06, 2004

Fimleikar og bakstur

Jæja enn ein helgin farin framhjá og styttist óðfluga í Kanaríferð, jibbí, hlakka ógó til.
Nema hvað eins og sést á myndunum hér að neðan þá var heilmikið um að vera. Á laugardagsmorgun fórum við í fimleikafjörið í íþróttahúsið, Sigurgeir vildi auðvitað sýna okkur hvað hann er orðinn góður í fimleikum, ég sé hann nú reyndar frekar fyrir mér í kúluvarpi eða eitthvað en allar íþróttir eru af hinu góða þó ég sé nú ekki að eyða miklum tíma í þær,hmmmm.
Þetta var bara voðalega gaman en held Bjartmari hafi fundist skemmtilegast, hann hljóp þarna um víðan völl enda nóg plássið.

Allur sunnudagurinn fór í bakstur og Sigurgeir liðtækur í því, við skreyttum að vísu ekki piparkökurnar en það verður bara gert núna næstu daga. Svolítið góð mynd þessi efsta þar sem hver dundar við sitt, sumir lesa blöðin, aðrir spila á spil og aðalmaðurinn er auðvitað að búa til piparkökukarla og kerlingar.

Selma