mánudagur, desember 13, 2004

Fín ferð

Já já þetta var aldeilis fín ferð norður og eins og fyrri daginn fær maður ekki frið á götum bæjarins en núna var það Þverbrautarliðið sem sá til mín og hringdu. Þau voru að úða í sig jólakræsingum á Árbakkanum og ég í það auðvitað.

Svo var bara kennt útí eitt en ég mátti samt vera að því að fara fram að Þingeyrum og kíkja á hrossin mín, varð auðvitað að fara og fylla mig af hestalykt til að fara með hingað suður. Hér er enga hestalykt að finna hahahahaha.

Komin heim seint og um síðir í gærkvöldi, það var algjörlega fljúgandi hálka frá Blönduósi og alveg niður í Norðurárdal þannig að textavarpið var bara alveg rétt aldrei þessu vant, maður fer nú samt ekkert eftir því frekar en fyrri daginn.

Á eftir er svo jólasýning fimleikafélagsins og basar svo ég þurfti að baka heila köku í morgun þegar ég vaknaði, ekki nennti ég því í gærkvöldi. Maður er nú svo sem ekki lengi að skella í eina köku svona þegar maður tekur sig til við það.

Selma