fimmtudagur, desember 16, 2004

Ógó gaman

Mikið rosalega var gaman að vera leynigestur í saumó!! Fór norður á þriðjudag því það voru 3 strákar í prófi í gærmorgunn og það gekk auðvitað alveg ljómandi vel, ekki að búast við örðu svo sem. Nú það vissu fáir af því að ég væri fyrir norðan svo ég rétt komst sem leynigestur í saumó sem mér fannst alveg svakalega gaman. Reyndar mætti ég Sigrúnu Sig strax þegar ég kom á Blönduós og aldrei þessu vant þá tók hún eftir því hverjum hún mætti og hringdi í Jobbu sem vissi auðvitað af því að ég væri á staðnum. Lofaði að segja ekki neinum. Svo þegar ég fór útúr bænum mæti ég ekki Tryggva og Harpa H. hringir svo skömmu síðar og spurði hvar ég væri því Tryggvi hefði séð til mín. Ég skrökvaði að henni að ég væri sko bara í Hveragerði. Nei nei Tryggvi hefði sko séð mig alveg örugglega því rauði hausinn var bara um allt. Ég bað hana innilega afsökunar á þessu þegar í saumó var komið. Mikið rosalega fannst mér nú leiðinlegt að skrökva svona. En það var alveg meiriháttar að hitta stelpurnar aftur, ALVEG MEIRIHÁTTAR stelpur, heyrið þið það.

Annars bara 5 dagar í flug.......

Selma