sunnudagur, desember 26, 2004

Ljúft

Vá hvað þetta er ljúft og ekki söknum við vetrarríkisins að heiman það er alveg öruggt. Gott að vakna á morgnana og fara út og setjast með kaffibollann, Bjartmar er reyndar nokkuð árrisull þó hann fari nú ekki að sofa á "réttum" tíma, hann vaknar samt um 8 leytið. Það gerir svo sem ekkert til. Við erum búin að rölta hér um og fara á ströndina auðvitað sem strákarnir fíla gjörsamlega í tætlur. Mikið er það notalegt, þar er oftast gola svo ég er nú ekki alveg að farast en EKKI úr bolnum auðvitað, það er ekki gott fyrir fólk að sjá svona mikið HVÍTT í einu. Nú aðfangadagur var ekki mjög hefðbundinn, við fórum á markað í Mogan og þar hefðum við getað keypt allt fyrir prútt, mjög gaman ef maður hefði verið í einhverri þörf fyrir að kaupa eitthvað en það var gaman og svakalega skemmtilegt mannlíf. Nú við fórum út að borða á aðfangadagskvöld og lentum á hollenskum veitingastað og þar sem við vorum mjög snemma (17.30, það fer enginn út að borða fyrr en um 20.00) þá vorum við ein og þar sem Bjartmar var ekki á því að sitja kyrr við borðið sáu þjónarnir um að skemmta honum, aldeilis frábærlega skemmtilegt. Síðan var bara spásserað um og skemmt sér til 21.00 og þá fórum við heim að taka upp ALLA pakkana sem við tókum með en það voru bara bækur og það er gott að hafa það notalegt með bók í hönd.

Annars er þetta bara frábært og geggjað notalegt þó það sé ekki sól allan daginn, það er allavega ekki rigning, ekki enn. Bestu kveðjur úr sólinni á Kanarí.

Selma