miðvikudagur, desember 08, 2004

Norður jíbbí

Já já norður um helgina að kenna, fer maður ekki bara í harkið þar fyrst maður fær ekkert hér. Verst að ég þarf eiginlega að hitta svo marga og gera svo margt að ég má bara ekki vera að því að kenna. Jæja finnum eitthvað út úr því.

En að örðu. Ég verð nú að kvarta yfir þessum KB banka hér, það er hvorki búið að mála hann bláan eða setja upp jólaseríur svona eins og gert er á Blönduósi auðvitað. En ég hef nú aldrei komið inní hann þannig að ég veit ekki nema inni séu heil kynstrin öll af jólaskrauti. Er nú samt að velta fyrir mér hvort þetta sé vegna þess að það eru miklu meiri peningar á Blönduósi heldur en í Hveragerði, ég er nefninlega ennþá með öll mín viðskipti í KB banka á Blönduósi. Kannski ég ætti að færa þau og sjá hvað gerist.

En hér gerist ekkert svo það er ekki hægt að skrifa um neitt. Er núna reyndar að komast á það stig að ég verði að fara að bögga einhvern til að passa hundkvikindið um jólin, ef einhver gefur sig fram þá yrði ég svakalega glöð. Annars neyði ég einhvern til að taka hana í fóstur.

Selma