sunnudagur, janúar 16, 2005

Gestir og afmæli

Vá æðislegt það komu gestir í gær en það voru Albert, Jóhanna og börn. Það var voðalega notalegt og af því hann hafði nú vit á að hringja á föstudagskvöldið til að boða komu sína þá snaraðist mín til að baka í gærmorgun, maður verður nú að eiga eitthvað með kaffinu.


Í gærkvöldi dreif ég mig svo í fertugs afmælið hennar Hrafnhildar, maður má nú aldrei missa af neinu. Hún hélt uppá það heima í litla húsinu sínu í Hafnarfirði. Alveg ágætasta útsýni úr því húsi. Það sem kom mér nú mest á óvart voru dætur hennar tvær, Jón Þór var ekki heima, þær eru orðnar fullorðnar. Ekki veit ég hvenær ég sá þær síðast en það er greinilegt að það er mjög langt síðan því ég hefði ekki þekkt þær útá götu svo mikið hafa þær breyst en samt mikið líkar mömmu sinni. Aldeilis fínt partý hjá henni, takk fyrir það.

Nú svo er ég bara ennþá að dunda við textann á heimsíðuna mína, þetta fer alveg að koma Harpa mín þ.e. Harpa E ekki Harpa H.

Selma