mánudagur, janúar 10, 2005

Súkkulaðimúss

Dí maður hafið þið nokkurn tíman dottið ofan í súkkulaðimúss-skál og ekki getað hætt. Það kom fyrir mig í dag og ég er með uppí háls. Það var nefninlega svolítill afgangur af dessertinum síðan á laugardag þegar Gústi kom í kvöldmat til okkar og ég stóðst ekki skálina í dag og hellti mér í hana. Málið er að mig langaði svo rosalega til að gera dessertinn sem Jói Fel (var samt ekki að spá í hvar hann færi í sturtu) gerði 6. des. sl. sem er með 300 gr af 70% súkkulaði og hann er ógeðslega heví maður en ef maður fer og fær sér svona GÓÐA matskeið á háfltíma fresti þá er hann geggjað góður og það var sem sagt það sem ég gerði í dag og mig langar nú ekki í meir ég verð að segja það en það er ennþá svolítið til af honum, nóg til laumast í skálina á morgun.

Annars er nú bara ekkert að gerast hér nema snjór en hann er víst alls staðar .....

Selma