miðvikudagur, janúar 26, 2005

Viðtalsvikan

Þetta er viðtalsvikan. Í gær fórum við Sigurgeir til læknis, í dag fer Bjartmar í eins og hálfs árs skoðun og á morgun er foreldraviðtal og svo er ég búin að vera í mörgum viðtölum við Hörpu E.

Nú það er nú komið rúmt ár frá því við fórum fyrst til læknis útaf þessu og ennþá er þetta ekki orðið gott. Það var sem sagt framleiðslugalli á Sigurgeiri og hljóp ígerði í einhver göng við eyrað, nenni nú ekki að útskýra það meir, sem endaði með aðgerð á þessu sl. vor en þar sem var svo mikil ígerð í kirtlinum (fitukirtill sem lokast ekki) þá náðu þeir honum ekki alveg svo þetta hefur verið að poppa upp af og til alveg til þessa. Ég gafst upp og við fórum aftur í gær og þá sagði læknirinn að það væri best að hann færi í aðgerð aftur til að taka þetta og þá ætti þetta að verða gott. Þannig var nú það. Sigurgeir er búinn að fá margar spurningar útaf þessu og hann segir bara núna, ja ég fæddist með þetta og það er jú alveg satt.

Svo er að bruna í Hafnarfjörðinn í kvöld að hitta Hrafnhildi og Möggu og ég verð nú að segja það að ég get ekki beðið.

Selma