föstudagur, febrúar 11, 2005

Gleymin

Þá er búið að storma niður á Landspítala og hitta þar lækna fyrir aðgerðina á mánudaginn og allt gekk það nú vel. Þurfum ekki að koma fyrr en kl. 9.30 á mánudagsmorgunn og vonandi þurfum við ekki að bíða fram að hádegi eins og síðast. Þá svaf sá fyrsti yfir sig..... en við reynum að vakna eldsnemma og hafa okkur klár í slaginn.

Nú svo var flaututími í dag en þar sem minniskubburinn minn er orðinn fullur eða eitthvað þá misminnti mig um tímann hvort það ætti að vera hálf tvö eða tvö svo ég tók sjensinn kl. tvö og það var auðvitað kolrangt. Sigurgeir fékk samt 10 mín. og nú er ég búin að setja þetta í símann minn - minna mig á kl. hvað þetta er á þriðjudögum og föstudögum. Ætla sko ekki að klikka á þessu aftur!
Fimleikarnir núna á milli 16.30 og 18.30 - maður getur bloggað á meðan. Sigurgeir er heila 2 tíma á föstudögum í fimleikum enda sofnar hann yfirleitt yfir Idolinu, enginn smá dagur í lok vikunnar, ég væri eflaust sofnuð fyrir kvöldmat ef dagurinn væri svona hjá mér.

Búin að panta á Línu langsokk á sunnudag fyrir okkur rauðhausana því það á að fara að hætta að sýna hana og ég er löngu búin að lofa að fara með Sigurgeir og af því ég ætla norður um næstu helgi þá verð ég auðvitað að fara núna.

Selma