þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Grátandi heim

Jæja við fórum bara grátandi heim úr þessari læknisheimsókn í morgun. Ekki veit ég hvað kom yfir mig en ég hafði greinilega verið í algjöru bjartsýniskasti um að þetta væri nú alveg síðasta heimsókn okkar til læknisins en nei gúd hevens maður. Ekki var læknirinn fyrr farinn að taka fyrsta sauminn úr en út vall þið vitið...... Mér féllust hendur og Sigurgeir greyið öskraði eins og stunginn grís þarna allan tímann og við sem vorum nú búin að segja honum að þetta væri búið, bara að taka saumana úr og hann væri orðinn fínn. Ömurlegt, við fórum og keyptum okkur mikil og stór verðlaun á eftir, þ.e. bæði fyrir hann og Bjartmar, svo sem ekki neitt fyrir mig! Nema hvað aftur eigum við að mæta á morgun til að hreinsa þetta og vess só gúd alla þessa viku. Ég verð nú bara að segja það það er eins gott að maður á ekki heima lengra frá en þetta!!!!!!

Sigurgeir greyið var nú samt sendur í flaututíma og kom grátandi heim úr honum en gat nú samt alveg farið og heimsótt Jóhann vin sinn sem er búinn að vera fótbrotinn í nærri 6 vikur, það er nú að lagast líka sem betur fer.

Nú af kennslumálum mínum er það að frétta að ég er að senda minn fyrsta nemanda hér á þessu svæði í próf á fimmtudaginn og ég er orðin svona létt stressuð yfir því. Ekki það að ég haldi að henni gangi illa, ég bara held alltaf að ég ætti að gera aðeins betur áður en ég sendi þau frá mér en sjáum hvað setur.

Selma