fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Klarinett og blokkflauta

Hér gerist bara ekki neitt þessa dagana nema við erum nú svona að plana að fara norður á þorrablót. Aðalmálið eins og alltaf þegar á að fara eitthvað eru nú blessuð gæludýrin á heimilinu, ekki eitt heldur tvö og nú er enginn Höddi og Sigga í næsta húsi. Varla að maður nenni að drösla þeim, þ.e. hundunum, norður með sér. Slæmt ef maður kemst ekki á blót útaf hundum....

Sigurgeir fór aftur í flaututíma á þriðjudaginn og ég skildi hann auðvitað bara eftir og fór með bílinn í VÍS til að fá beiðni um nýja framrúðu, búið að grýta mig tvisvar á Skagastrandarveginum í haust, hmmmmm. Nema hvað þegar 20 mín eru liðnar þá hringir kennarinn, hann Ian og biður mig að koma. Jæja hugsa ég þetta hefur þá ekki gengið. Þegar ég kem er minn maður bara að spila á fullu á þetta klarinett tæki, sem ég get ekki einu sinni blásið í, og Ian er þvílíkt ánægður með hann. Sigurgeir er búinn að æfa sig alla daga síðan og Bjartmar hjálpar til á blokkflautuna, sérstaklega eyrnvænt!!!

Selma