mánudagur, febrúar 07, 2005

Mamma að passa!

Það er nú ekki að spyrja að þessum mömmum þær redda þessu bara. Mamma sem þolir varla hunda kom og var hérna að passa Bjartmar svo við fengjum frið fyrir honum um helgina og auðvitað fylgdi hundapössun með. En hún lét sig hafa það og mikið ofboðslega var gaman á Þorrablóti, ég hef ekki hlegið svona mikið síðan á síðasta blóti s.s. fyrir ári síðan. Við fórum reyndar ekki fyrr en um hádegi á laugardag og vorum komin kl 18.00 í gær í hreint ógeðslegu veðri og það var auðvitað algott fyrir norðan og langverst hérna á Sandskeiðinu og Svínahrauni. Barasta ógeðslegt. Ég hefði ekki viljað vera útigangshross.

Nema hvað ég átti auðvitað eftir að klára verkefnið í fjarnáminu í Iðnskólanum í vefsíðugerðinni þar sem ég átti að skila því í gær. Fékk auðvitað "smá" aðstoð frá Hörpu E. og skellti því svo bara í gegn og steinsofnaði svo bara kl. 22.00. Dí hvað maður verður þreyttur eftir eitt þorrablót. Greinilegt að maður er ekki vanur.

Svo er bara að drífa mömmu heim í dag og reyna að komast í rest af afmæli hjá Þórgný, spurning með bollurnar, ekki nenni ég að baka þær.....

Selma