mánudagur, febrúar 21, 2005

Svo þreytt

Ég er alveg ofboðslega þreytt í dag, ég skrapp norður á föstudaginn og kenndi ALLA helgina og komst eiginlega ekkert í kaffi neins staðar, æææ bara næst vonandi. En þetta var auðvitað mjög gaman eins og alltaf en maður getur nú orðið þreyttur á að vera útí bíl frá 14.00 á föstudegi til rúmlega 21.00 á sunnudagskvöldi. Enda nenni ég ekki einu sinni að setja í þvottavélina núna.

Þannig að ég bara man ekki eftir neinu nema að Sigurgeir er að fara til læknis á morgun til að láta taka saumana úr, vonandi þurfum við ekki að bíða neitt voðalega lengi. Það verður nú samt ekkert voðalega gaman hann er orðinn svo hvekktur á eyranu að það má ekki koma við það þannig að það verða sjálfsagt miklar samningaviðræður í gangi á morgun með þetta. Sjáum hvað setur.

Annars held ég fari bara að leggja mig með Bjartmari núna.

Selma