mánudagur, febrúar 14, 2005

Tólf tímar

Það tók ekki nema tólf tíma þetta aðgerðarferli hjá Sigurgeiri. Var nú svo bjartsýn að við yrðum komin heim um hádegi. Nei aldeilis ekki, fórum kl. 8.30 í morgun og vorum komin heim kl. 20.30 í kvöld. Ég skil nú ekki alveg þetta ferli en á föstudag þegar ég hringdi var mér sagt að koma kl. 9.30 því það væri bara einn á undan okkur. Já auðvitað var það ekki málið og við mætt kl. 9.30 og okkur var vísað inn á stofu og við skiptum um föt og alles, þ.e. Sigurgeir við hin þurftum þess nú ekki. Svo biðum við bara og biðum og enginn sagði neitt og við bara biðum og biðum og loks var okkur sagt að þetta yrði um hádegið og við biðum og biðum og loks var hann kominn inn á skurðstofugang uppúr 13.30 og um 14.00 fór hann inn. Kominn á vöknun fyrir 15.00 og við niður og biðum eftir að hann vaknaði og þá var kl. 16.00. Aðgerðin tókst mjög vel og allt í lagi með það en eitthvað fór þetta illa í hann og hann skilaði öllum svalanum sem hann fékk að drekka og var ferlega slappur og fékk ógleðislyf og vildi ekkert borða fyrr en uppúr 18.00. Búið að svelta krakkann frá því í gærkvöldi, hver þolir það.

Bjartmar var hins vegar mjög kátur með að fá að hlaupa þarna um gangana og við þreytt eftir því.

Þannig að það fór allur dagurinn í að bíða og allan þann tíma var okkur aldrei boðið neitt og aldrei sagt svo mikið hvort yrði bið eða ekki, hvað við gætum gert eða hvar við gætum keypt okkur eitthvað að borða. Við reyndar vissum það frá því í vor!

En maður á nú ekki að kvarta yfir þessum smámunum, það hafa örugglega fleiri þurft að fara í aðgerðir en við og þurft að bíða meira.

Sem betur fer gekk þetta bara allt saman vel og við erum komin heim og ætlum að vera heima á morgun og horfa á sjónvarpið. Og þá verð ég auðvitað að segja ykkur að það var playstation þarna og þar sem hún er nú ekki til á heimilinu þá lagðist Sigurgeir í þetta tæki frá kl. 9.30 og alveg þar til hann fór í aðgerðina. Engan veginn hægt að slíta hann úr þessu. En eins og þið vitið nú þá er ég ekki svo ýkja hrifin af þessum tækjum og hann fær eiginlega aldrei að fara í tölvuna hérna af því ég er að "vinna" á hana og þá fór hann bara að gera eitthvað annað. Hann er farinn að fjöldaframleiða teiknaðar myndir og það er alveg ótrúlegt hugmyndaflug sem hann hefur í þeim efnum. Ferlega gaman að sjá þær. Hann er búinn að teikna heilu bækurnar og skrifa sögu með hverri teikningu til að fara með handa vini sínum sem fótbrotnaði. Hann hefur greinilega mjög gaman af þessu þannig að ég held bara áfram að banna honum að fara í tölvuna, virkar greinilega í virkjun á öðru efni.

Selma