fimmtudagur, mars 03, 2005

Flott hjá krökkunum

Það var bekkjarárshátíð í dag hjá 2. bekk og ferlega flott hjá þeim. Sigurgeir fékk að vera kynnir, vissi nú að hann masaði útí eitt í tímum og hélt því að hann myndi standa þarna og segja brandara allan tímann en nei hann stóð sig mjög vel og ég var ákaflega stolt af honum, það er nú ekki alveg alltaf sem hann hefur viljað standa fyrir framan fullan sal af fólki, hann vildi allavega ekki taka þátt í fimleikamótinu sl. laugardag. En honum fannst þetta ekkert mál. Nema hvað þetta var virkilega gaman og svo var þessi svakalega fermingarveisla á eftir og ég bakaði auðvitað snúða, lang fljótlegast.

Bjartmar fílaði sig í botn þarna í matsalnum og steinlá svo úr þreytu þegar heim kom. Sem sagt mjög skemmtilegt.

Nú hér sit ég uppi með Border collie hvolp sem ég ætla að taka með mér norður á morgun, er sem sagt að fara norður að kenna og hann er svo stilltur og prúður og alveg voðalega sætur. En ég verð nú samt fegin þegar hann fer því hann pissar út um öll gólf, Bjartmar vill oftast þurrka það upp og ég er nú svosem ekkert of hrifin af því. Hann uppgötvaði það líka þ.e. hvolpurinn að Bjartmar er svona í svipaðri hæð og hann og fínt að leika sér við hann, toga í náttfötin og svona ýmislegt skemmtilegt sem Bjartmari fannst ekkert skemmtilegt. Hann þ.e. Bjartmar er vanur að geta hnoðast á hinum hundunum svo hann skilur þetta ekki alveg.

En sem sagt norður að kenna á morgun. Gaman gaman.......

Selma