þriðjudagur, mars 01, 2005

Ég get sungið...

Tónlistarkennarinn hringi í mig í dag og sagði að ég yrði að koma að hlusta á Sigurgeir spila sem ég og gerði. Hann er þvílíkt ánægður með hann að hann bara varð að láta mig hlusta á hann spila. Ég hef nú svo sem alveg hlustað á hann hér heima en svo sem ekkert spáð í það. Hann allavega spilar lag!!
Nú svo átti Sigurgeir að spila eitthvað lag með honum og ég hummaði með því hann sagði að það væri svo gott fyrir hann að æfa sig svoleiðis heima, ég sem kann engin lög en þegar ég var í sem mestu humminu sagði hann "ert þú ekki í kór, þú syngur svo vel" glætan maður að ég gæti sungið, hvað þá í kór. Ég get nú ekki annað en hlegið...... en Sigurgeir var frábær og ótrúlegt hvað hann er búinn að ná tökum á þessu klarinetti á svona stuttum tíma.

Selma