föstudagur, mars 25, 2005

Mikið að gera

Vá maður er búinn að gera svo mikið!
Við fórum norður á laugardaginn og sáum sýninguna í Reiðhöllinni á Blönduósi, barasta flott og mjög gaman. Um kvöldið fórum við gömlu á árshátíð hestamanna og Guðrún og Gústi lögðu það á sig að vera með strákana alla nóttina og alveg fram að hádegi á sunnudag. Ég verð auðvitað að segja ykkur það að ég fékk verðlaun, sko ÉG pæliði í því. Ég átti efstu 4 vetra hryssuna í A-Hún á síðasta ári hana Hyllingu frá Blönduósi og ég fékk bikar. Vá hvenær skildi ég fá bikar næst. Ætla auðvitað að setja mynd af mér með bikarinn þegar hún kemur, þ.e. myndin svo bíðið bara róleg.

Beggi fór suður á sunnudeginum og við hin urðum eftir, þ.e. ég og strákarnir því á síðustu stundu aumkaðist Eva Dögg barnapía í Hveragerði til að passa hundana svo ég þyrfti ekki að dröslast með þá með mér og Jonni og Ólöf ekki að hlusta á gjammið í þeim. Ég sem sagt eyddi svo vikunni í að kenna að sjálfsöðgu og strákunum var komið fyrir á hinum ýmsu stöðum. Það er til svo mikið að góðu fólki þarna. Þetta gekk allt vel og strákarnir sem fóru í próf á miðvikudeginum náðu báðir, ég held að brosið sé enn á örðum þeirra.

Náðum nú ekki að heimsækja marga en fórum að heimsækja Boggu í Ömmuhús og þvílíkt flott hús og útsýnið maður, það er gjörsamlega algjörlega geggjað. Ætli séu ekki margir sem myndu borga mikið fyrir svona útsýni. Allavega ég pottþétt.

Enduðum í Miðhúsum á miðvikudagskvöld, allir þreyttir og alltof mikil umferð til að fara að keyra suður svo við gistum í Miðhúsum. Sigurgeir dreif sig á fætur í fjósið með frænda sínum og lenti í smíðavinnu svo hann var nú ekkert á þeim buxunum að fara heim en þar sem ég gat lofað honum sundferð með frændum sínum á Eyvindarstöðum þegar heim kæmi, þá lét hann til leiðast og það var þreyttur drengur sem sofnaði í sófanum í gærkvöldi.

Fanney og Óskar eru í sumarbústað hérna niðri á Núpi og ætla að koma í mat í kvöld ásamt mömmu og Gumma bróðir. Hinn stóri bróðir minn og hans fjölskylda fóru norður í Helgavatn í gær. Svo þetta fer svona sitt á hvað.

Meir síðar.......

Selma