fimmtudagur, mars 17, 2005

Norður á laugardag, auðvitað

Já er ekki best að nota tímann á meðan maður bíður eftir breytingum í skránni, þeir þurfa nú að breyta fram á síðustu mínútu. En held samt að þetta sé allt klárt núna og það er alveg 2 dögum fyrr en venjulega sem er frábært þá get ég kannski klárað verkefnið mitt í IR áður en við förum norður sem verður á laugardag, maður má aldrei missa af neinu. Það er einhver skemmtun hjá Sigurgeiri á föstudag í fimleikunum svo hann má ekki missa af því og við megum svo ekki missa af hestasýningunni á Blönduósi á laugardaginn svo við drífum okkur bara á laugardagsmorgunn og við gamla settið förum svo á árshátíðina um kvöldið þ.e. hestamanna. Það er svo gaman. Ég er meira segja búin að fá heila íbúð til leigu hjá þeim Ólöfu og Jonna á Hæli, því það fer öll fjölskyldan með þar með talið hundarnir sem er nú ekkert smá mál en ætli maður reyni ekki að hafa hemil á þeim í sveitinni. Maður fær nefninlega ekki alls staðar inni með marga hunda, held nú yfirleitt að maður sleppi ef maður tekur bara börnin með sér.

Ég má auðvitað ekki gleyma að segja ykkur að hér kom fullt af gestum um síðustu helgi, allir að norðan. Fyrst droppaðu Berglind og Jóhanna Björk í heimsókn á föstudagsmorgninum og svo komu Harpa og Valdi á laugardeginum, algjörlega frábært. Takk fyrir það.

Á sunnudaginn fórum við á hestasýningu í Reiðhöllinni í Víðidal, æskan og hesturinn og þar var mjög margt um manninn og mjög gaman. Alltaf svo gaman að sjá litlu púkana á hestbaki.

Og svo er þetta hefðbundna núna..........

Selma