föstudagur, mars 25, 2005

Takk, takk, takk, takk

Já auðvitað gleymdi ég aðalatriðinu að þakka öllum fyrir alla hjálpina og við vorum í íbúðinni á Hæli hjá Jonna og Ólöfu og það var gjörsamlega geggjað, ekkert sjónvarp, ekkert útvarp, bara við sjálf enda þegar ég var búin að dásama þetta mikið fyrir Sigurgeiri þá sagði hann við Ólöfu, það er svo hljótt og kyrrt hérna, svo óskaplega gott að vera hérna. Svo merkilegt að honum var alveg sama um sjónvarpið þegar hann var búinn að fá að vita það að það væri bara ekkert sjónvarp, en ég varð nú reyndar að spila við hann lúdó í staðin og Erla Rut þurfti þess líka, en það var bara gaman.

Sem sagt takk takk takk Ólöf og Jonni, Erla Rut og allir á Helgavatni, Jobba og allir í Fagranesi og Guðrún og allir á Brekkbyggð 15.

Selma