mánudagur, mars 07, 2005

Veikur

Það er auðvitað ekki fréttnæmt að einhverjir séu veikir en það er eiginlega hér því Bjartmar er veikur og 7,9,13 hann hefur aldrei verið veikur áður, nú liggur hann bara í sófanum og sefur. Kall anginn.

Nú ferðin norður var MJÖG góð, gerði alveg rosalega margt, fór á bingó og vann ekkert, fór til Hörpu E og vann mikið. Drakk mikið kaffi, lærði mikið á DW og töluðum mikið um heimisins mál auðvitað. Það var alveg rosalega frábært og í framhaldi af því er ég búin að skila verkefninu mínu í IR. Það fáið þið að sjá síðar!
Nú svo fór ég nokkra aðra bæi og fékk kaffi og svo kenndi ég auðvitað ekki má gleyma því.

Í dag er Reykjavíkurferð með Sigurgeir enn og aftur, vonandi lítur þetta betur út og ég verð að drösla Bjartmari með, skil hann bara eftir hjá mömmu á meðan.

Og hér er æðislegt veður..............

Selma