fimmtudagur, mars 31, 2005

Vitið komið úr fríi

Vá hvað er mikill munur að vera búin að fá vitið úr fríi, ég verð nú að segja það að ég er alveg óskaplega fegin en þetta gekk nú auðvitað ekki alveg þrautarlaust fyrir sig, fyrst var það nú aflgjafinn, svo var það móðurborðið eða hvað þetta nú heitir og ég endaði í að kaupa nýjan turn. En þar sem maður er svo heppinn að þekkja rétta fólkið þá benti hún Helga í Miðengi mér á hann Kristján sem bara REDDAÐI þessu öllu fyrir mig og nú er ég sem sagt komin í samband aftur. Dísús hvað ég er ánægð.

Selma