mánudagur, maí 23, 2005

Brúnaþung

Mín varð frekar brúnaþung á endurkomu slysó í dag þegar læknirinn var búinn að pota í allan ökklann á Sigurgeiri við mikið æ og ó og sagði að það væri best að hann færi í göngugips til 10. júní. Það eiginlega kom snúður á mína og hér með hætti ég algjörlega að lofa einhverju eftir sjúkrahúsheimsóknir. Lækninum fannst þetta sem sagt ekki líta nógu vel út til að sleppa alveg við gips og lét setja göngugips á hann og það verður til 10. júní. Ég vara ykkur við trambólínum.........

Selma