mánudagur, maí 09, 2005

Fljótt að líða

Þessi helgi var eitthvað svo fljót að líða enda byrjaði hún á því að sá sem kom að ná í mig á flugvöllin þ.e. maðurinn hennar Önju, hann á Porsch, spurði mig hvort hann mætti ekki keyra hratt heim, ég hélt það nú og hann spurði í 300 já já sagði ég bara og hélt hann væri að djóka, hann sagði þá já þú segir mér bara þegar þér finnst ég vera farinn að fara of hratt. Hann var kominn í 280 þegar ég spurði hann hvort hann gæti ekki farið aðeins hægar. jú jú ekkert mál og keyrði svo á ca 200-250 það sem eftir var, enda vorum við bara 1/2 tíma heim frá flugvellinum. Málið var að þegar hann var kominn niður í 200 fannst mér það ekkert hratt af því allir hinir voru á þeim hraða og maður fann ekki svo mikið fyrir hraðanum í þessum bíl en dísús 280 var orðið svolítið mikið fyrir minn smekk.

En það var meiriháttar gaman úti og mikið borðað, mikið talað og meira segja farið á hestbak og það hef ég bara ekki gert síðan í kvennareiðinni miklu sl. sumar.

Gott samt að komast heim og strákarnir ekkert smá duglegir um helgina. Þeir hafa bara unnið allir sem einn og heilu timurveggirnir risið hér um allt.

Selma