þriðjudagur, maí 17, 2005

Á slysó

Það vildi nú ekki betur til á heimleiðinni í gær en við lentum á slysó, þannig að við vorum ekki komin heim fyrr en um miðnætti. Ekkert alvarlegt en við ákváðum að koma við í Borgarnesi á leiðinni heim í gær og þar var þetta forláta trambólín komið upp og auðvitað þurfti að prófa það. Ekki ég heldur Sigurgeir og það vildi ekki betur til en hann sneri á sér fótinn svo hann varð stokkbólginn á augabragði, ég ákvað að fara á slysó fyrst ég var að fara að gegnum Reykjavík og þar var hann myndaður en ekki brotinn. Læknirinn hins vegar fannst betra að setja hann í spelkugips í viku, þar sem þetta var við vaxtarbeinið eða eitthvað. Þannig að heim komum við með fótinn gipsaðan upp að hné og ætluðum að fara að fá hækju en þær kosta nú bara 1.900 kr. stk. af barnahækju svo ég bíð með það þar til í dag að skoða það.

Annars var helgin meiriháttar, við S-in fórum í Miðhús á föstudaginn og vorum þar í "vinnu" alla helgina og gerðum meira segja heilmikið gagn. Sigurgeir fór svo í afmæli til Halldórs vinar síns í gær og það var heilmikið fjör, ég fór að kenna á meðan svo ég hefði uppí ferðina...... og fór svo í kaffi til Jobbu og hitti margt gott fólk þar :-)

B-in héldu áfram uppteknum hætti og smíðuðu hér alla helgina. Á eftir að fara og taka það út.

SElma